Söfnum fyrir Bryndísarhlíð

Kærleiksherferð Riddara Kærleikans hófst þann 11. júní með sölu á Kærleiks Kristal til söfnunar fyrir Bryndísarhlíð, úrræðis fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Bryndísarhlíð verður fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi, þar sem börn fá lágþröskulda geðheilbrigðisþjónustu í öruggu og kærleiksríku umhverfi.

Hvernig styrki ég Bryndísarhlíð?

Þú getur lagt söfnuninni lið með kaupum á Kærleiks Kristal, með hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu, Aur, símtali eða millifærslu.

Hlaupum til góðs

Minningarsjóður Bryndísar Klöru og Riddarar kærleikans safna í sameiningu áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á menningarnótt til styrktar Bryndísarhlíðar.

Kærleikurinn kristallast í þessari dós

Riddarar kærleikans og Ölgerðin hafa tekið höndum saman með sérstakri útgáfu af Kristal sem kallast Kærleiks Kristall. Hönnun dósarinnar er í útliti hreyfingarinnar og rennur allur ágóði af sölu Kærleiks Kristals til uppbyggingar Bryndísarhlíðar.

Sýndu kærleik á samfélagsmiðlum

Taktu þátt og vertu Riddari kærleikans! Deildu mynd af þér með hjartatákni á samfélagsmiðlum, merktu hana með #riddararkærleikans og hvetjum saman fleiri til að dreifa kærleikanum!

Samstarfsaðilar